Hverjir eru YFIRSTÉTTIN á Íslandi í dag.
1.9.2009 | 03:51
Er ekki kominn tími til að við gerum eitthvað annað en að láta rýja okkur inn að skinni, eða ætlum við að vera áfram rollur sem rúnar eru á hverjum degi til að standa undir fyrrum og núverandi flottræfilshætti Yfirstéttarinnar .
Ég og margir aðrir venjulegir Íslendingar erum búnir að fá nóg af þessu kjaftæði og bulli frá þessu liði sem ber ábyrgð á stöðu almennings á Íslandi í dag.
Ef þú ert einn þeirra sem heldur að málinn verði löguð með aðgerðum þeirra sem eru við stjórn í dag, þá skalt þú hætta að lesa, því þú græðir ekki neitt á því að vita betur en allir aðrir og gera ekki neitt annað en að hlúa að þessu glæpa liði.
Hinn venjulegi Íslendingur þarf núna að standa upp og segja hingað og ekki lengra stöðvum þessa vitleysu strax.
Hvað á að gera og hvernig?
Ég get fullvissað þig hinn venjulega Íslending, um að það gerist ekki neitt vitrænt á næstu áratugum, nema til komi rótækar breytingar á allri okkar stjórnsýslu og öllum okkar stofnunum.
Það þarf að byrja á að losa okkur við nánast alla okkar stórskemmdu stjórnmálamenn af þingi og gera þá valdlausa hvaða flokki sem þeir tilheyra, það þarf að hreinsa út alla þessa stórskemmdu starfsmenn ráðuneyta landsinsog fá inn venjulegt fólk sem hefur þá vitneskju og þá tilfinningu, að það á að vera fyrir mig og þig, þennan venjulega Íslending, þá er nauðsynlegt að hreinsa út alla spillinguna í yfirstjórn lögreglunnar og dómskerfisins, þá er það bráðnauðsynlegt að endurnýja ALLT starfsfólk bankakerfisins, svo ekki hvað síst þarf að gera gjörbreytingar á Fjármálaeftirlitinu, Persónuvernd, og öllum þeim stofnunum sem hafa haft það eina hlutverk að miðstýra spillingunni og í dag er hlutverk þeirra að kæfa og hylma yfir brot þeirrar stéttar sem kallaði sig Yfirstétt á Íslandi á góðæristímum þessara glæpamanna (!!! J Yfirstétt J !!!).
Lögmannamafíuna þarf að kemba með grófum lúsakamb og dusta drulluna úr hausnum á þeim með grófum og hörðum vendi og koma þeirri stórskemmdu yfirstétt niður á jörðina með því að virkja löginn í landinu þannig að þau séu ekki bara til þess að skaffa þessum bjálfum áskrift af peningum sem almenningur svo borgar fyrir, þeir hafa hingað til verið áskrifendur að peningum frá því liði sem ég hef talið upp hér að ofan og ekki þurft að gera handtak, fyrir það eitt að koma með (eða skrifa uppá) ráðleggingar sem Yfirstéttin þurfti til að komast upp með til að sölsa undir sig öllu því fé sem þeim langaði í, og núna eru þessir sömu skúrkar að gefa ráð hægi vinstri til að bjarga og upplýsa um hvað sé til ráðaþað getur bara verið fyndið, í besta lagi.
Blaðamannastéttin á stóran hlut að þessu máli enda þriðja vald J þessara Yfirstéttar, það getur ekki verið að hinn venjulegi Íslendingur, geri sér ekki grein fyrir því hverjir eiga blöðin sem þessir blaðasnápar vinna hjá, hver mann ekki eftir umræðuþáttunum í sjónvarpi þar sem blaðamenn (fréttamenn) fóru miklu og sögðu í beinni útsendingu að þeir tilheyrðu þessari Yfirstétt og þeir meintu það svo sannarlega.
Ég nenni ekki að telja hér upp meira af þessu skunkaliði, af nógu er að taka, ég tel að nú verðum við þessi venjulegu Íslendingar að bretta upp ermar og hætta þessum lúðahætti, við setjum upp nýtt framboð til Alþingis, sem samann stendur af venjulegu fólki (ekki neitt af ofangreindu liða fær að vera með), við breytum ásýnd landsins og upplýsum um hryðjuverk þessara manna, við getum þá auðveldleg ráðið harðjaxla til að sækja peninganna okkar til þessa liðs, hvar sem þeir eru í heiminum, það kemur til með að kosta mikið að ráða mannaveiðara til að sækja þessa fjármuni, en gerum okkur grein fyrir því að við erum að tala um að þessir rúmlega 30 útrásarvíkingar hafa greitt ofantöldu liði, stórar upphæðir til þess að komast áfram með þjófnað sinn, og við erum ekki bara að tala um Iceseve vitleysuna þessar 6 eða 700 milljarði, áttum okkur á því að Icesave er aðeins 5 til 10% af upphæðinni sem þessir skunkar sölsuðu undir sig, þess vegna erum við að tala um upphæðir sem nema minnst 6 til 7 þúsund milljörðum.
Til þess að við getum gert eitthvað raunhæft þarf að byrja á að gera ofantaldar breytingar á stjórn landsins og ráðast í gagngerar breytingar á refsilöggjöf landsins, auka þarf heymildir til rannsókna ,til samræmis við hryðjuverkalög annarra landa, því að þetta fólk hefur framið hryðjuverk á landinu okkar.
Við þurfum ekki bara að sækja það sem þessir rúmlega 30 útrásarvíkingar stálu, heldur líka því sem þessir skunkar greiddu ofangreindu liði sem eflaust telur 10 til 13 þúsund mans, fyrir að hylma yfir með og hjálpa sér, og á ég þá við nánast allt bankaliðið ásamt lögmannaliðið og stjórnarlið sem hefur tekið fullan þátt í þessu sukki með beinum peningagreiðslum og eins í bitlingum, í formi hlutabréfa, þar þetta lið grætur nú krókadílatárum yfir að hafa tapað á, þetta er nánast sami fjöldi og er nú atvinnulaus í dag hvers vegna ekki að skipta þessu liði út fyrir þessa sem eru nú án atvinnu vegna þessa ránsliðs, við þurfum ekki einhvern menntaáróður til að geta stjórnað þessu fámenna landi, og við björgum atvinnuleysisjóði í leiðinni, (ég ætla að þetta lið líti svo stórt á sig að geti ekki hugsað sér að sækja atvinnuleysisbætur, það væri annars mjög gaman að sjá Björgólf og Bjarna Ármannsson, Sigurð Einarsson Hreiðar Má og alla hina rölta og skrá sig á atvinnuleysisbætur).
Nauðsynlegt er að setja upp kerfi sem greiðir fyrir ábyggilegar upplýsingar sem verða til þess að þetta fé skilar sér til baka og jafnframt að gefa sakauppgjöf ef upplýsingar eru þess eðlis að þær upplýsa um brot þessara manna, jafnvel getum við greitt einhverjum af skunkaliðinu fyrir þessháttar upplýsingar ef með þarf, við erum jú að tala um að endurheimta mörg þusund milljarði til baka.
Ég ætla að setja upp blöggsíðu á stjornmala.net í næsta mánuði, þar sem þú og allir geta sagt frá, séu þeir með einhverjar upplýsingar um brot manna sem gegna opinberu starfi hér á landi sem og erlendis, þar geta menn skrifað hvað sem þeim sýnist og þurfa ekki að koma undir neinu nafni, ég mun hýsa þessa síðu á einhverri af þessum víðfrægu lögleysu eyjum þar sem útrásarvíkingarnir hýstu peningana okkar, þannig að ofangreindir lögbrjótar geta ekki stöðvað skrifin með aðstoð vina sinna í opinbera geiranum, undir því yfirskini að menn séu að bera út óhróður um sig, eina skilyrðið er að þú verður að get þess hvort þú hefur sannanir fyrir þínum skrifum eða ert bara að segja frá einhverju sem þú heyrðir eða einhverju sem þú heldur, þessi síða mun jafnframt vera tengd Google þýðingarvél sem þýðir af Íslensku yfir á fjölmörg önnur tungumál sjálfkrafa (þokkaleg þýðing ekki alveg 100% en nægjanlegt til að allir skilja um hvað er verið að fjalla).
Við látum ekki segja okkur lengur hvað má og hvað ekki má, sækjum peningana heim.Sigurður Pétur Hauksson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.