Þessu máli Gísla Tryggvasonar ber að fagna, vegna þess að í áratugi hafa lánastofnanir tekið okurvexti af viðskiptamönnum sínum með því að snúa útúr orðinu okurvextir og hafa talið það nóg að kalla okurvextina, verðtryggingu eða gengistryggingu, þetta er að sjálfsögðu vextir hvað sem menn vilja svo sem kalla þessa vexti, við vitum að til er Einkareikningur, gullbók og fleira í þeim dúr og engum dettur í hug að reina að skilgreina þá mismunandi vexti sem þar eru í boði sem eitthvað annað en vexti.
Orðið Okurvextir er skilgreint í öllum helstu menningarlöndum heimsins sem okurvextir, þegar menn leggja vexti á vexti, fyrir árið 1980 gagnrýndi ég okurvaxtatöku lánastofnanna þar sem þeir gjaldfelldu afborgun og vexti og lögðu dráttarvexti á þessa afborgun og vextina þar sem lögmenn bankana skilgreindu þetta sem höfuðstól, það liðu mörg ár áður en þessir menn viðurkenndu það að það vær hugsanlegt að þetta stæðist ekki lög.
Hverjum dylst að verðtrygging sem leggst við höfuðstól mánaðarlega og ber þá fulla vexti eftir það ásamt hluta vaxtanna, getur ekki verið skilgreint nema sem Okurvaxtataka.
Þetta er sama hugmyndafræði og blessaðir útrásar víkingarnir kölluðu fjármálasnilli, en er í raun aðeins ein enn útfærslan á aldargömlum píarmýta_fræðum, sem allir landsmann þekkja vel í formi keðjubréfa sendinga, sem eru að sjálfsögðu bannaðar hér á landi með lögum (reglugerð).
Mín skoðun er sú að stjórnvöldum beri að fella niður allar verðbætur og allar gengishækkanir af öllum lánum lánastofnanna í landinu og reikna lán fyrirtækja og almennings samkvæmt því með þeim vöxtum sem skilgreindir eru á lánunum, þá er rökrétt að þeir fjármagnseigendur sem hafa fengið greidda út þessa okurvexti beri að endurgreiða lánastofnunum sínum þessa okurvexti.
Þá tel ég það vekja furðu að lögreglan í þessu landi skuli ekki hafa kyrrsett eigur útrásavíkinganna og notað til þess sömu lög og reglugerðir sem lögreglan notaði til að stöðva keðjubréfin á sínum tíma.
..................................
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.